Aqua.is er heildsala með eldisvörur

Eldisvörur ehf er stofnað 2018 og er innflutnings og þjónustufyrirtæki fyrir fiskeldisiðnaðinn.

Fyrirtækið hefur upp á að bjóða mikið úrval af öllum helstu tækjum og búnaði við eldi í vatni og sjó frá viðurkenndum aðilum ásamt tækniráðgjöf til viðskiptavina sinna.

Reynsla starfmanna og eigenda spannar þó nokkra áratugi og hafa þeir unnið við ýmsar gerðir af eldi og eldistegundum gegnum tíðina sem er dýrmætt við val á búnaði og almenna ráðgjöf. Helstu verkefnin hafa fram til þessa hafa verið kringum landeldishlutann og tengd verkefni. Markmiðið er að vaxa og byggja upp fiskeldisiðnaðinn með viðskiptavinum, bæði til sjós og lands á komandi árum.

Fyrirtækið er staðsett í  Fiskeldisklasanum í Gjótuhrauni 8 í Hafnarfirði þar sem viðskiptavinir hafa hag að ná  tengdum aðilum á sama stað og sinnt sínum erindum og að sjálfsögðu að fá kaffisopa í setustofu klasans.