Ráðgjöf og þjónusta
Við aðstoðum þig við að finna réttu vörurnar
Við erum staðráðin í að hjálpa fiskeldisstöðvum að ná árangri. Gerum tillögur að hönnun og útfærslum á fiskeldisstöðvum ásamt heildarlausnum í framboði á vörum og þjónustu.
Samstarfsaðilar



Uppsetningar og smíði á trefjaplast kerjum ásamt sérsmíði.
Uppsetningar á súrefniskerfum og stýringum.
Sérsmíði úr áli og stáli.
Súrefnisstjórnun og eftirlit
Stýringar til að veita vatninu súrefni í fiskeldisstöðvum. Eftirlitskerfi og handmælar til að viðhalda hámarksvexti og heilsu fisksins með sívöktun.
Fóðurkerfi og fóðrarar.
Sjálfvirk fóðurkerfi og fóðrarar til að útvega fiskinum fæðu og tryggja að þeir fái samræmda og næringarríka fæðu með réttum tímasetningu og stærðum á máltíðum.
Vatnshreinsikerfi
Tromlusíur og diskasíur til að fjarlægja óhreinindi og aðskotaefni úr vatninu til að skapa heilbrigt umhverfi fyrir fiskinn að dafna í og til hreinsunar á útfalli til verndunar umhverfis.
Dælur og flokkarar fyrir fisk
Fiskidælur og flokkarar sem notaðar eru til að meðhöndla og flytja fisk á öruggan og skilvirkan hátt innan eldisstöðvar eða til slátrunar og vinnslu.
Teljarar, myndavélar, ljós o.fl.
Fiskiteljarar á lagnir og flokkara, Myndarvélar til vöktunar á fiski og búnaði ofan og neðan yfirborðs. Ljós fyrir fiskeldisstöðvar og kvíar.
Háfar og aðrar smávörur sem eru nauðsynlegar fyrir fiskeldi.